16.1.2009 | 18:44
Glatað tækifæri til að mótmæla?
Fyrirhuguð heimsókn menntamálaráðherra Ísrels hefði verið tilvalið tækifæri til að mótmæla framferði Ísrelsmanna. Ég er nokkuð viss um að heimsóknin hefði kallað á fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar, því ég held að flestum eða ekki öllum sé farið að blöskra þessi ótrúlega grimmd sem þeir sýna.
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mikil grimmd sem býr að baki dauða saklausta borgara á Gasa - það er hins vegar grimmd öfgafullra Hamas-manna sem þar er fyrst og fremst um að kenna.
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um fordæmingu er óskynsamleg, vanhugsuð og til þess fallin að enn fleiri saklausir borgarar láti lífið eins og ég færi rök fyrir hér. Hvet þig til að gera tilraun til að setja þig inn í opinbera afstöðu og baráttuaðferðir beggja aðila málsins og segðu síðan skoðun þína á málinu.
Obama virtist skilja klemmu Ísraelsmanna ágætlega þegar hann heimsótti Sderot síðasta sumar.
Sveinn Tryggvason, 16.1.2009 kl. 23:35
Hér er linkurinn :)
Sveinn Tryggvason, 16.1.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.